Hjúkrunarheimilið Fellsendi

02.jpg

Um Fellsenda

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er í fallegri sveit og eru meðferðarmöguleikar miklir á svæðinu, bæði í tengslum við fagra náttúru og húsakost, sem verður að teljast afskaplega góður. Íbúar og starfsfólk er í lifandi tengslum við búfénað sem er allt um kring sökum nærliggjandi sveitabæja. Einnig tilheyra hænur heimilinu ásamt því að tveir kettir eru búsettir með eigendum sínum á Fellsenda. Berjabreiðurnar eru allt um kring og þarf því ekki að fara langt til að finna gæða ber sem síðan eru nýtt á margvíslegan hátt. Sauðfjárréttir eru spölkorn frá Fellsenda og er reynt eftir fremsta megni að fara með íbúa á haustin til að fylgjast með dalamönnum flokka og finna sitt fé. Möguleikar til útivistar eru miklir og er yndislegt að fara út og njóta náttúrufegurðarinnar sem Dalirnir hafa upp á að bjóða. Heimilið hefur átt því láni að fagna að hafa farsælt starfsfólk með langan starfsferil. Starfsmannavelta er því lítil og leggur þannig góðan grunn að því að einstaklingar sem þar búa finni sig heima.

Fellsendi er ætlað fyrir aldraða einstaklinga með geðsjúkdóma og aldraða einstaklinga með þroskahamlanir. Heimilið leitast því við að vera með sértækar úrlausnir fyrir þessa hópa. Fellsendi er einn sinnar tegundar og eru íbúar frá öllum landshlutum og má því segja að heimilið þjóni öllu landinu.

 

Upplýsingar

Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Fellsenda - 371 Búðardal
Sími: 434 1230
Fax: 434 1631