Hjúkrunarheimilið Fellsendi

03.jpg

Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfi sér um skipulagningu á afþreyingu innan heimilisins og utan þess. Boðið er upp á ýmiskonar vinnu sem hentar hverjum og einum og er reynt að koma til móts við alla. Skipulagðar eru árstíðabundnar afþreyingar s.s. þorrablót, páskaskrautsgerð, jólabakstur og svo framvegis. Í hverri viku sér iðjuþjálfi, ásamt starfsfólki eldhúss, um að baka/undirbúa eitthvað með kaffinu sem heimilismenn geta aðstoðað við. Þrisvar til fjórum sinnum í viku sér iðjuþjálfi um stólaleikfimi fyrir heimilisfólkið og eru það léttar teygjuæfingar og spjall sem því fylgir.
Þegar sækja þarf um hjálpartæki fyrir heimilisfólk þá sér iðjuþjálfi um það í gegnum Sjúkratryggingar Íslands eða kaupir þau beint af söluaðilum hjálpartækja.

Iðjuþjálfi er Ingibjörg Anna Björnsdóttir (Bjögga Björns)

 

Fréttayfirlit

Upplýsingar

Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Fellsenda - 371 Búðardal
Sími: 434 1230
Fax: 434 1631