Hjúkrunarheimilið Fellsendi

06.jpg

Sækja um dvöl á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda

Forsendur fyrir möguleika á hjúkrunarrými er að hafa gilt vistunarmat. Jafnframt er Hjúkrunarheimilinu Fellsenda fyrst og fremst ætlað að taka á móti fullorðnum einstaklingum með geðraskanir frá geðsviði Landspítalans. Á síðari árum hafa yngri einstaklingar flutt að Fellsenda og hefur aldursbil íbúana því breikkað þónokkuð. Einstaklingar hafa einnig fengið að koma að Fellsenda í hvíldarinnlögn með góðum árangri. Þá þarf ekki vistunarmat en ráðuneytið þarf að gefa leyfi fyrir slíkri innlögn.

Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega hjúkrun og vistun á hjúkrunarheimili. Þegar að því kemur að sækja um pláss á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um vistunarmat til vistunarmatsnefnda í viðkomandi landshluta.

 

Fréttayfirlit

Upplýsingar

Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Fellsenda - 371 Búðardal
Sími: 434 1230
Fax: 434 1631