Hjúkrunarheimilið Fellsendi

02.jpg

Sækja um dvöl á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda

Þegar kemur að því að sækja um pláss á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um vistunarmat til vistunarmatsnefnda í viðkomandi landshluta. Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu eða fyrir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft með þjónustu fyrir fullorðna einstaklinga með geðraskanir en einstaklingar frá geðsviði Landspítalans hafa forgang. Á síðari árum hefur aukist að yngri einstaklingar óski eftir búsetu að Fellsenda og hefur aldursbil íbúanna því breikkað þónokkuð. Einstaklingar hafa haft möguleika á að koma í hvíldarinnlögn þegar ekki er hægt að fylla rými með varanlegri búsetu og hefur það reynst mörgum vel.

 

Upplýsingar

Hjúkrunarheimilið Fellsendi
Fellsenda - 371 Búðardal
Sími: 434 1230
Fax: 434 1631