Siðareglur sjúkraþjálfara

SIÐAREGLUR SJÚKRAÞJÁLFARA

Samþykktar á stofnfundi Félags sjúkraþjálfara þann 10. desember 2012.

I. HLUTVERK SJÚKRAÞJÁLFARA

1. grein

Sjúkraþjálfarar búa yfir sérþekkingu á eðlilegum hreyfingum líkamans og greiningu á frávikumfrá þeim. Þeir starfa við endurhæfingu, hæfingu, forvarnir og fræðslu. Markmið sjúkraþjálfunarer að efla og viðhalda líkamlegri og andlegri færni, heilsu og starfshæfni og stuðla þannig aðvirkri þátttöku og bættum lífsgæðum.

II. SJÚKRAÞJÁLFARI OG SKJÓLSTÆÐINGUR

2. grein

Sjúkraþjálfari virðir mannhelgi skjólstæðings síns og sjálfsákvörðunarrétt. Hann skal ekki fara í manngreinarálit eða mismuna skjólstæðingum á grundvelli kyns, kynþáttar, skoðana, eðaannarra óviðeigandi þátta.

3. grein

Sjúkraþjálfari ber hag skjólstæðings fyrir brjósti og leitast við að veita bestu sjúkraþjálfun semkostur er á. Hann vísar skjólstæðingi annað, telji hann hag skjólstæðings betur borgið á þannhátt.

4. grein

Sjúkraþjálfari upplýsir skjólstæðing sinn og ræður honum heilt varðandi þau meðferðarúrræðisem til greina koma. Hann upplýsir um þau réttindi sem vanda hans og meðferð varða og umfjárhagslega hlið samskipta þeirra.

5. grein

Sjúkraþjálfari virðir þagnarskyldu og sýnir skjólstæðingum, aðstandendum þeirra og öðrumviðskiptavinum fullan trúnað í hvívetna.

III. SJÚKRAÞJÁLFARI, STARFIÐ, MENNTUN

6. grein

Sjúkraþjálfari vinnur á grundvelli menntunar sinnar og innan þeirra takmarka sem hún áhverjum tíma setur stéttinni um viðfangsefni, aðferðir og áherslur.

7. grein

Sjúkraþjálfari viðheldur þekkingu sinni og færni, eflir hana og endurnýjar í samræmi viðviðfangsefni sín og þróun greinarinnar. Hann stuðlar eftir föngum að því að efla vitneskjualmennings og yfirvalda á eðli, hlutverki og gagnsemi sjúkraþjálfunar.

8. grein

Sjúkraþjálfari skal vera vandur að virðingu sinni. Hann hefur hugfast að orðspor stéttarinnarbyggist á framgöngu sérhvers einstaklings innan hennar.

9. grein

Sjúkraþjálfari skal ekki fela öðrum verkefni sem krefst sérhæfðrar færni, þekkingar ogdómgreindar sjúkraþjálfara.

10. grein

Sjúkraþjálfari starfar af heilindum og virðingu með samstarfsfólki og öðrum sem að málumskjólstæðinga koma með velferð skjólstæðinga að leiðarljósi.Sjúkraþjálfari miðlar af þekkingu sinni og reynslu til samstarfsfólks, nemenda í sjúkraþjálfunog annarra sjúkraþjálfara.

11. grein

Sjúkraþjálfara sem telur sig verða vitni að vafasömum, ámælisverðum eða ólöglegumstarfsháttum í sjúkraþjálfun ber skylda til að bregðast við slíku. Hann skal í samræmi við alvöruætlaðs brots snúa sér beint til gerandans, til yfirmanna hans, til siðanefndar sjúkraþjálfara eðayfirvalda.

IV. SJÚKRAÞJÁLFARI OG SAMFÉLAG

12. grein

Sjúkraþjálfara ber að efla og bæta sjúkraþjálfun í þágu samfélagsins. Hann nýtir menntun sínaog þekkingu þar sem hann telur að hún megi að gagni koma. Sjúkraþjálfari skal láta sig málefniheilbrigðisþjónustunnar varða, og taka ef svo ber undir þátt í mótun hennar.

13. grein

Sjúkraþjálfara er heimilt að auglýsa starfsemi sína á málefnalegan og látlausan hátt samkvæmtlögum um heilbrigðisstarfsmenn. Hann skal á engan hátt gefa í skyn faglega yfirburði sínaumfram aðra sjúkraþjálfara í auglýsingum, greinum eða viðtölum í fjölmiðlum.

14. grein

Umfjöllun sjúkraþjálfara um vöru og þjónustu skal vera fagleg. Hann skal forðast að halda framyfirburðum einnar vöru eða þjónustu umfram aðrar.

Reykjavík, 1.1.2013.