Iðjuþjálfun

Iðjuþjálfi sér um skipulagningu, ásamt starfsmanni í félagsstarfi, á afþreyingu innan heimilisins og utan þess. Boðið er upp á ýmiskonar virkni og er reynt að koma til móts við alla. Mikilvægt er að allir fái tækifæri til að stunda þá iðju sem skiptir þá máli og hefur þátttaka einstaklingsins síðan jákvæð áhrif á heilsu og vellíðan hans. Markmið félagsstarfsins er að auka virkni heimilismanna, koma í veg fyrir einangrun þeirra, örva þá í samskiptum og létta þeirra lund. Skipulagðar eru árstíðabundnar afþreyingar s.s. þorrablót, páskaskrautsgerð, jólabakstur, jólahlaðborð og svo margt fleira. Í hverri viku er skipulagður viðburður þar sem heimilisfólk getur tekið þátt við t.d. að undirbúa/baka eitthvað með kaffinu, prófa ýmiskonar spil/leiki, taka þátt í þemadögum heimilisins og margt fleira.
Ferðir í Búðardal eru farnar að jafnaði hálfs mánaðarlega með þá heimilismenn sem það vilja.

Þegar sækja þarf um hjálpartæki fyrir heimilisfólk þá sér iðjuþjálfi um það í gegnum Sjúkratryggingar Íslands eða kaupir þau beint af söluaðilum hjálpartækja.

Iðjuþjálfi er Ingibjörg Anna Björnsdóttir (Bjögga Björns) og starfsmaður í félagsstarfi er Fanney Kristjánsdóttir.