Heilsugæslulæknar í Búðardal veita almenna læknisþjónustu á Fellsenda. Þeir hafa fastan viðverutíma á Fellsenda á fimmtudagsmorgnum en þá funda þeir með hjúkrunarfræðingum, ganga stofugang og hitta þá heimilismenn sem þurfa þykir eða sem óskað hafa eftir læknisviðtali. Læknir er alltaf á bakvakt og veitir starfsfólki ráðgjöf í síma eða kemur í vitjun ef þörf krefur. Heilsugæslulæknir hefur milligöngu um að leita til annarra sérfræðinga þegar ástæða er til.