Sjúkraþjálfun

Sjúkraþjálfari er í fastri stöðu og sinnir þjálfun samkvæmt beiðni læknis. Einnig sinnir hann almennri þjálfun, nuddar og notast við heita bakstra. Sjúkraþjálfarinn er með aðstöðu sína í einu herbergi í nýju byggingunni. Markmið sjúkraþjálfunar er að efla færni heimilismanna við hreyfingar daglegs lífs og bæta líðan. Markviss þjálfun og hreyfing eykur lífsgæði manna. Með aukinni líkamsfærni eykst sjálfstæði einstaklingsins.

Sjúkraþjálfari er Andrzej Suchecki