Þegar kemur að því að sækja um pláss á hjúkrunarheimili þarf fyrst að sækja um vistunarmat til vistunarmatsnefnda í viðkomandi landshluta. Vistunarmat er faglegt einstaklingsbundið mat á þörfum einstaklinga fyrir varanlega búsetu eða fyrir hvíldarinnlögn á hjúkrunarheimili.

Hjúkrunarheimilið Fellsendi er sérhæft með þjónustu fyrir fullorðna einstaklinga með geðraskanir en einstaklingar frá geðsviði Landspítalans hafa forgang. Á síðari árum hefur aukist að yngri einstaklingar óski eftir búsetu að Fellsenda og hefur aldursbil íbúanna því breikkað þónokkuð. Einstaklingar hafa haft möguleika á að koma í hvíldarinnlögn þegar ekki er hægt að fylla rými með varanlegri búsetu og hefur það reynst mörgum vel.

Til að sækja um starf á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda, er best að senda tölvupóst áThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. með öllum helstu upplýsingum.