Í desember, síðast liðnum, var ýmislegt skemmtilegt brallað á Fellsenda til að njóta tímans saman fram að jólum. Starfsmenn iðjunnar skipulögðu margvísleg verkefni og skemmtidaga en því miður vorum við ekki nógu dugleg að taka myndir af öllum dögunum en nokkrar myndir fylgja nú samt með.
Dæmi um það sem íbúarnir tóku þátt í voru:
– Smáköku- og vöfflubakstur
– Jólakortagerð og annað jólaföndur
– Skreyta jólatrén
– Spila- og jólapeysudagur
– Bíó
– Mála piparkökur