Þjónusta

Á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda starfa hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar, félagsliðar og aðstoðarfólk við hjúkrun og umönnun heimilismanna allan sólarhringinn með vellíðan og öryggi þeirra að leiðarljósi. Áhersla er lögð á að hjúkra heimilismönnum í notalegu og heimilislegu umhverfi sem þeir þekkja og treysta. Markmiðið er að mæta hverjum og einum þar sem hann er staddur. Umhyggja fyrir einstaklingnum og leiðir til sjálfshjálpar er ávallt til grundvallar. Áhersla er lögð á góð samskipti.