Aðbúnaður

Haustið 2006 flutti starfsemin í glænýtt 1.480 fm húsnæði á einni hæð, bætti það alla aðstöðu svo um munaði bæði hjá íbúum og starfsmönnum. Húsnæðið er allt á jarðhæð og samanstendur af fjórum álmum, hver með sjö einstaklingsherbergjum með salerni. Hvert herbergi er 21,6 fm en þar af er 4,5 fm snyrting. Í enda hverrar álmu er setkrókur og þar er einnig útgangur. Hverjar tvær álmur hafa sameiginlegt rými með borð- og setustofu.


Gamla húsið, þar sem starfsemin fór fram á árum áður, er m.a. notað undir skrifstofur, aðstaða fyrir húsvörð og sem gistiaðstaða fyrir starfsfólk sem kemur langt að. Þar er einnig Iðjan, vinnustofa og aðstaða iðjuþjálfa.