Mannauður

Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind hvers fyrirtækis og er því mikilvægt að hlúa vel að honum og stuðla að starfsánægju starfsmanna. Margar rannsóknir gefa til kynna að mannauðurinn er mjög stór þáttur í velgengni fyrirtækja og fjárfesting í starfsþjálfun starfsfólks er vaxandi þáttur í mannauðsstjórnun framtíðarinnar. Margir fullyrða að ein meginforsenda árangursríks starfs fyrirtækja sé starfsánægja og samheldni meðal starfsfólks.

Á Fellsenda starfar öflugur hópur starfsmanna, jafnt faglærðra sem ófaglærðra. Heimilið hefur átt því láni að fagna að hafa farsælt starfsfólk með langan starfsferil. Starfsmannavelta er því lítil og leggur þannig góðan grunn að farsælu starfi á Fellsenda.