Siðareglur hjúkrunarfræðinga

SIÐAREGLUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA

KJARNI HJÚKRUNAR

Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans og mannhelgi. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar. Hjúkrunarfræðingur sinnir líkamlegum, andlegum, félagslegum og trúarlegum þörfum skjólstæðings í samvinnu við hann. Hjúkrunarfræðingur hjúkrar af virðingu fyrir einstaklingnum án þess að fara í manngreinarálit vegna þjóðernis, kynþáttar, trúarbragða, aldurs, kynferðis, stjórnmálaskoðana, þjóðfélagsstöðu, heilsufarsvanda eða annars konar fordóma.

 

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG SKJÓLSTÆÐINGUR

1. grein   Hjúkrunarfræðingur á umfram allt skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar. Frumskylda hans er að virða velferð og mannhelgi skjólstæðings.

2. grein   Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um rétt hans. Hann ber hag skjólstæðings fyrir brjósti hvar sem starfsvettvangur hans er.

3. grein   Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt um skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku. Eigi hjúkrunarfræðingur að bera vitni fyrir rétt um einkamál skjólstæðings ber honum að leita faglegrar ráðgjafar.

4. grein   Hjúkrunarfræðingur hefur samráð við skjólstæðing og virðir rétt hans til að taka ákvarðanir um eigin meðferð. Hjúkrunarfræðingur skal stuðla að því að skjólstæðingur eða forráðamaður/menn hans geti tekið upplýsta ákvörðun.5. grein

5. grein   Hjúkrunarfræðingur vekur athygli á því ef ráðstafanir stjórnvalda og annarra stjórnenda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings. Ef heilbrigði eða öryggi skjólstæðings er stefnd í hættu vegna ófaglegra eða ólöglegra starfa samstarfsfólks ber hjúkrunarfræðingur að tilkynna það viðeigandi aðilum.

 

HJÚKRUNARSTARF

6. grein   Hjúkrunarfræðingur viðheldur þekkingu sinni og færni og ber faglega og lagalega ábyrgð á störfum sínum. Hann tekur þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggir störf sín á rannsóknarniðurstöðum til hagsbóta fyrir skjólstæðing.

7. grein   Hjúkrunarfræðingur hagar svo störfum sínum að hann sé stétt sinni til sóma. Hann varast að nota starfsheiti sitt í auglýsingaskyni og skal ekki njóta hlunninda frá skjólstæðingi sínum.

 

HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG SAMSTARFSFÓLK

8. grein   Hjúkrunarfræðingur ráðfæri sig við samstarfsfólk með hagsmuni skjólstæðings í huga. Hann tekur ekki að sér þau verkefni sem hann ræður ekki við heldur vísar þeim til hæfari aðila.

9. grein   Hjúkrunarfræðingur ástundar heiðarleg og holl samskipti við samstarfsfólk. Hann sýnir stéttvísi í samskiptum við hjúkrunarfræðing innan og utan starfsvettvangs.

10. grein   Hjúkrunarfræðingur miðlar eigin þekkingu og reynslu til nemenda í hjúkrunarfræði og annars samstarfsfólks.Hjúkrun og samfélag

11. grein   Hjúkrunarfræðingur hefur frumkvæði að og er virkur þátttakandi í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustunnar.

12. grein   Hjúkrunarfræðingur skal starfa samkvæmt siðareglum stéttarinnar og kynna þær innan samfélagsins. Hver sá sem telur að hjúkrunarfræðingur hafi brotið þessar reglur getur óskað eftir umfjöllun siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

 

SIÐAREGLUR HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Kjarni hjúkrunar er umhyggja fyrir skjólstæðingnum og virðing fyrir lífi hans, velferð og mannhelgi. Hlutverk hjúkrunarfræðings er að efla heilbrigði, bæta líðan og lina þjáningar. Hjúkrunarfræðingur hjúkrar af virðingu fyrir einstaklingum og fer ekki í manngreinarálit.

1. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG FAGLEG ÁBYRGÐ

Hjúkrun er byggð á faglegri þekkingu, rannsóknum, reynslu, færni í mannlegum samskiptum, sjálfsþekkingu og siðferðisvitund. Hjúkrunarfræðingur á fyrst og fremst faglegum skyldum að gegna við þá sem þarfnast hjúkrunar.

1.1.   Hjúkrunarfræðingur viðheldur þekkingu sinni og færni og ber faglega, siðferðilega og lagalega ábyrgð á störfum sínum.

1.2.   Hjúkrunarfræðingur tekur þátt í þróun þekkingar í hjúkrun og byggir störf sín á gagnreyndri þekkingu.

1.3.   Hjúkrunarfræðingur framfylgir siðareglum í starfi og stuðlar að umræðu um siðferðileg mál.

1.4.   Hjúkrunarfræðingur þekkir eigin takmarkanir í starfi og tekur ekki að sér verkefni sem hann skortir þekkingu eða þjálfun til, heldur ráðfærir sig við samstarfsfólk eða leitar eftir sérfræðiráðgjöf með hagsmuni skjólstæðings að leiðarljósi.

1.5.   Hjúkrunarfræðing má leysa frá lögbundnum skyldum sínum ef þær brjóta í bága við siðferðisvitund hans.

1.6.   Hjúkrunarfræðingur notar starfsheiti sitt á þann hátt að það gefi réttar upplýsingar um þekkingu hans og ábyrgð.

1.7.   Hjúkrunarfræðingur notar ekki starfsheiti sitt í auglýsingaskyni við annað en það sem lýtur að hjúkrun.

1.8.   Hjúkrunarfræðingur skal ekki njóta hlunninda frá skjólstæðingum sínum.

1.9.   Hjúkrunarfræðingur, sem á þátt í vísindarannsóknum, fer að viðeigandi lögum og reglum hverju sinni.

2. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG SKJÓLSTÆÐINGUR

Hjúkrunarfræðingur er málsvari skjólstæðings og stendur vörð um reisn hans og rétt og stuðlar að því að komið sé fram af virðingu og heiðarleika. Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um sjálfsákvörðunarrétt skjólstæðings og rétt til bestu mögulegrar þjónustu á hverjum tíma.

2.1.   Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um þarfir skjólstæðings fyrir heildræna hjúkrun.

2.2.   Hjúkrunarfræðingur hefur samráð við skjólstæðing og virðir rétt hans til að taka ákvarðanir um eigin meðferð.  Hjúkrunarfræðingur skal stuðla að því að skjólstæðingur eða forráðamaður geti tekið upplýsta ákvörðun.

2.3.   Hjúkrunarfræðingur stuðlar að því að skjólstæðingur fái réttar og tímabærar upplýsingar, undirbúning og stuðning.

2.4.   Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til einkalífs með því að gæta trúnaðar og þagmælsku og fer að  siðareglum og lögum þegar hann deilir persónugreinanlegum upplýsingum með öðrum.

2.5.   Hjúkrunarfræðingur deilir ekki persónugreinanlegum upplýsingum í fjölmiðlum, á samfélagsmiðlum eða annars staðar á veraldarvefnum.

2.6.   Eigi hjúkrunarfræðingur að bera vitni fyrir rétti um einkamál skjólstæðings ber honum að leita faglegrar ráðgjafar.

2.7.   Hjúkrunarfræðingur vekur athygli á því ef ráðstafanir stjórnenda eða stjórnvalda ganga gegn hagsmunum skjólstæðings.

2.8.   Hjúkrunarfræðingur tilkynnir um sérhvert atvik, athæfi eða vanrækslu þar sem hann telur að brotið hafi verið á skjólstæðingi.  Hagsmunir skjólstæðings ganga hér framar hagsmunum vinnustaðar.

2.9.   Hjúkrunarfræðingur stuðlar að reisn skjólstæðings og öryggi í tækniumhverfi og í þróun heilbrigðisþjónustu.

2.10.   Hjúkrunarfræðingur stendur vörð um rétt skjólstæðings til að deyja með reisn.

2.11.   Hjúkrunarfræðingur á fagleg samskipti við skjólstæðing. Slíkt felur í sér að halda fagleg mörk, virða trúnað og tryggja að samskipti séu á forsendum skjólstæðings og honum til hagsbóta.

2.12.   Hjúkrunarfræðingur leitast við að samskipti og framkoma taki mið af þroska og þörfum skjólstæðings.

2.13.   Hjúkrunarfræðingur sýnir aðstandendum virðingu og nærgætni, hlustar á og bregst við athugasemdum og áhyggjum þeirra, með hagsmuni sjúklings í fyrirrúmi.

 

3. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR, VINNUSTAÐURINN OG SAMSTARFSFÓLK

Hjúkrunarfræðingur þekkir stefnu, markmið og reglur vinnustaðar síns á hverjum tíma og fylgir þeim svo fremi að þær samrýmist grunngildum hjúkrunar og siðareglum.

3.1.   Hjúkrunarfræðingur þekkir skyldur sínar og réttindi á hverjum tíma og er virkur þátttakandi í að innleiða gagnreynda þekkingu og faglega starfshætti.

3.2.   Hjúkrunarfræðingur sýnir samstarfsfólki virðingu, styður það við erfiðar aðstæður og veitir leiðsögn þegar tilkynnt er um það sem betur má fara.

3.3.   Hjúkrunarfræðingur stuðlar að heiðarlegri og faglegri samvinnu.

 

4. HJÚKRUN OG SAMFÉLAG

Hjúkrunarfræðingar taka virkan þátt í opinberri umræðu um heilbrigðismál og eru virkir þátttakendur í stefnumótun og eflingu heilbrigðisþjónustu.

4.1. Hjúkrunarfræðingar bera virðingu fyrir starfsheiti sínu og sýna stéttvísi, innan sem utan vinnustaða.

4.2. Hjúkrunarfræðingar beita sér fyrir að fagleg og siðferðileg viðmið séu viðhöfð í allri umræðu og ákvörðunum sem tengjast velferð samfélagsins.

4.3. Hjúkrunarfræðingar hafa í heiðri sjálfbæra þróun.

Hver sá sem telur að hjúkrunarfræðingur hafi brotið þessar reglur getur óskað eftir umfjöllun siða- og sáttanefndar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.

Siðaráð Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, maí 2015.

Samþykktar á aðalfundi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga 18. maí 2015.

 

 

REGLUR UM NOTKUN MERKIS FÉLAGS ÍSLENSKRA HJÚKRUNARFRÆÐINGA

Merkið, blátt, rauðgult og grænt blóm, er einkennismerki Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Félagið auðkennir með því bréfsefni sitt og skulu öll frumrit skjala frá félaginu bera merkið í einkennislitum þess.