Skemmtileg hefð hefur myndast hér hjá okkur í gegnum tíðina, þar sem Kvenfélagið Fjóla kemur og býður upp á aðventukaffi fyrir íbúa og gesti. Þetta er skemmtileg og notaleg samverustund sem lýkur með gómsætu kaffihlaðborði í boði kvenfélagsins.
Einnig færði kvenfélagið okkur gjöf að upphæð 50.000 kr sem mun nýtast vel í að kaupa afmælisgjafir fyrir íbúana og þar með gleðja þau á sínum degi.
Við þökkum þeim kærlega fyrir þennan ómetanlega stuðning. Meðfylgjandi eru myndir frá deginum.