Iðjan ákvað að bjóða íbúum og starfsmönnum upp á dekurdaga þar sem íbúarnir voru búnir að vera mjög duglegir að útbúa ýmsa maska, skrúbba, krem og sápur undir handleiðslu Fanneyjar, starfsmanns iðjunnar.
Boðið var upp á tvær útgáfur af dekri; andlitsdekur og handadekur.
Í andlitsdekrinu var boðið upp á skrúbb, maska, rakakrem, varasalva og hitabakstur á axlir. Í handadekrinu var boðið upp á skrúbb, maska, paraffin vax, handáburð og hitabakstur á axlir.
Mikil ánægja var með þetta dekur og voru flestir ákaflega slakir eftir meðhöndlunina. Meðfylgjandi eru myndir frá þessum dögum.
{showtime 2}