Ráðinn hefur verið nýr hjúkrunarforstjóri til okkar og er það hún Þóra Baldursdóttir.
Þóra er menntaður skurðhjúkrunarfræðingur með reynslu af stjórnun í heilbrigðisþjónustu. Hún útskrifaðist sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2000 en var þar áður lærður sjúkraliði. Hún starfaði síðast á skurðstofum á Klíníkinni í Ármúla.
Við bjóðum Þóru hjartanlega velkomna og óskum henni velfarnaðar í starfi. Þóra mun hefja störf á Fellsenda í ágúst.
Á meðfylgjandi myndum má sjá Þóru undirrita ráðningarsamninginn og ein af henni og Þórði Ingólfssyni, lækni og formanni framkvæmdastjórnar Hjúkrunarheimilisins Fellsenda.