Áfram höldum við að skapa fallega hluti og eiga góðar stundir saman.
Fyrir hádegi var unnið í Iðjunni – vinnustofu og eftir hádegið var skroppið í eina sumarferð og var ferðinni heitið á Vínlandssetrið. Þar skapaðist ótrúlega skemmtileg stemning og miklar umræður.
Á meðfylgjandi myndum má einnig sjá ýmsar vörur sem eru tilbúnar til sölu (flest allt með segli til að hengja t.d. á ísskáp).