Margt var í gangi í dag, en það sem stóð upp úr var að Albert okkar fagnaði 67 ára afmæli sínu. Hann bauð öllum upp á rjómatertu með kaffinu.
Innilegar hamingjuóskir í tilefni dagsins elsku Albert.
Ásamt afmælishöldum Alberts fórum við í tvær sumarferðir í dag. Fyrir hádegi fórum við í Dalahyttur, Haukadal, þar sem tekið var á móti okkur með þvílíkum kræsingum…enginn fór svangur þaðan út.
Eftir hádegið fórum við síðan á Dalahótel, Sælingsdal, þar sem okkur leið eins og drottningum í yndislega fallegu umhverfi og veigarnar ekki af verri endanum heldur. Þaðan fórum við með sólskinsbros á vörum.
Kærar þakkir fyrir okkur í dag.