Iðjan-vinnustofa að komast af stað aftur…

Eftir töluvert áfall að missa húsnæðið okkar (gamla húsið á Fellsenda), þá er Iðjan-vinnustofa smátt og smátt að koma sér af stað aftur. Starfsemin okkar fer nú að öllu leiti fram í matsölunum í nýja húsinu. Þrátt fyrir að verkefnin séu ekki öll þau sömu að þá náum við samt að framkalla bros og tilgang.

Á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá Daníelu strauja taupoka sem hún saumaði og mun gefa Héraðsbókasafni Dalabyggðar undir útlánsbækur. Lítil breyting hefur í sjálfu sér orðið á verkefnum sem höfða að mestu leiti til kvenna en karlarnir þurftu að skipta um gír og prófa nýja hluti. Á meðfylgjandi mynd má sjá Dóra klippa út merkimiða fyrir taupokana og Ingvar perlar „verkfæri“ úr HAMA perlum (sjá mynd). Þetta er góð fínhreyfiþjálfun og vonum við að það fari að styttast í að Iðjan-vinnustofa komist í sitt eigið húsnæði þar sem við getum sagað, pússað og lakkað að vild 😉

Þeir sem vilja fylgjast með vörunum sem framleiddar eru hjá okkur geta farið inn á facebook síðu okkar: Gallerý Fellsendi