Á Haustfagnaði sauðfjárbænda í Dölum var haldinn markaður þar sem hægt var að koma með vörurnar sínar og selja gestum og gangandi. Gallerý Fellsendi lét sig ekki vanta með sínar vörur og gekk alveg ljómandi vel.
Við þökkum öllum kærlega fyrir stuðninginn og metum hann mikils.
Allur ágóði rennur beint í kaup á nýju efni til að vinna úr (við vinnum samt mikið með endurnýtingu líka). Á meðfylgjandi mynd má sjá söluborðið okkar 🙂
Okkur langar einnig að minnast á styrktarreikninginn okkar, þar sem hver króna hjálpar.
Reikningsnúmer: 0312-13-300126
Kennitala: 601213-0360
Paradís félagasamtök (yfirheiti yfir Gallerý Fellsenda og Iðjuna-vinnustofu)


