Jólahlaðborðið okkar

Hið margrómaða jólhlaðborð okkar var haldið í dag.
Ekki var að spyrja að kræsingunum því borðin svignuðu undan þeim og fékk maturinn 5 stjörnur frá öllum sem hann borðuðu. Salurinn var einnig dásamlega fallega skreyttur og allir skemmtu sér mjög vel.

Í heimsókn fengum við Unni Ástu Hilmarsdóttur sem las upp fyrir okkur jólasögu og einnig kom Guðbjartur Björgvinsson og spilaði fyrir okkur vel valin lög á nikkuna sína. Þökkum við þeim kærlega fyrir komuna.

Dásamlegur dagur í alla staði.