Í dag, 24.júlí’23, var skroppið í kvennaferð í Búðardal til að gæða sér á kaffi og kruðeríi í Vínlandssetrinu. Það þarf ekki alltaf að fara langt til að hafa gaman 😉
Ýmislegt brallað í sólinni :)
Það gerast ótrúlegir hlutir þegar sólin gleður okkur með nærveru sinni, dag eftir dag. Á Fellsenda er ýmislegt brallað eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Ísrúntarnir eru uppáhalds!
Í dag, 8.júlí’23, var farið í ferð á Erpsstaði og var tilefnið áframhaldandi SÓL og hvað er betra að gera í sól en borða ís 😉 Þessir bíltúrar klikka sko ekki!
Sólardagar nýttir vel
Júlí mánuður byrjaði vel og var hver sólarmínúta nýtt til hins ýtrasta. Allt verður mikið skemmtilegra þegar sólin fer að skína 🙂
Skyndiákvörðun dagsins!
Mánudaginn 26.júní’23 var ákveðið að skella sér í smá bíltúr. Við skruppum í Sælureitinn Árblik og fengum okkur ýmislegt gott Þar skoðuðum við einnig ýmsar söluvörur úr héraði. Við erum ákaflega heppin að hafa fjölbreytta og skemmtilega þjónustu á næstu grösum. Það þarf nefninlega ekki alltaf að fara langt 😉
Ísbíltúr á Erpsstaði
Laugardaginn 24.júní sl. var skroppið á Erpsstaði til að gæða sér á ís og kíkja á dýrin. Það er alveg ómetanlegt að hafa þessa þjónustu í nærumhverfinu.
Kanínuheimsókn
Í dag fengum við einn krúttlegan loðbolta í heimsókn.
Hér var verið að fíflast
Þar sem nóg var af fíflum á svæðinu 😉 þá var ákveðið að tína nokkra og vinna úr þeim t.d. síróp.
Kaffihús á Fellsenda
Í dag var ákveðið að breyta aðeins til að bjóða öllum upp á kanilsnúða og kókómjólk með uppdekkuðum borðum. Þetta vakti mikla lukku hjá öllum.
Skroppið að Eiríksstöðum í Haukadal
Í dag var ákveðið með skömmum fyrirvara að skreppa að Eiríksstöðum í Haukadal. Það fóru fjórir vaskir menn, ásamt fylgdarliði, og hlýddu á merka sögu Eiríks rauða. Þeir sem vildu fengu að prófa að handfjatla meðal annars exi og skjöld.