Skvísuferð

7.janúar sl. var tekin sú skyndiákvörðun að skreppa í smá bíltúr. Silja (starfsmaður) ákvað að skreppa með Daníelu og Önnu Þóru á Dalakot í Búðardal og fá sér pizzu. Eins og sjá má á myndunum vakti þetta mikla lukku.

Ásdís 65 ára!

3.janúar átti Ásdís Sól afmæli og varð hún hvorki meira né minna en 65 ára gömul. Eins og vaninn er á heimilinu að þá fær afmælis“barnið“ að velja hvað er með kaffinu og valdi Ásdís að hafa heitt rúllutertubrauð. Við óskum Ásdísi innilega til hamingju með daginn sinn!

Gleðilegt nýtt ár!!

Hjúkrunarheimilið Fellsendi; íbúar og starfsfólk, óska öllum gleðilegs nýs árs með þökk fyrir allt á liðnu ári.

Áramótin 2023-2024

Nú er komið að áramótum og þá kveðjum við gamla árið og fögnum því nýja. Skotið var upp nokkrum rakettum/tertum og fengu þeir sem vildu stjörnuljós. Við þökkum öllum kærlega fyrir árið sem er að líða og hlökkum til að eiga gott nýtt ár 2024!

Allir glæsilegir yfir jólahátíðina

Jólahátíðin er gengin í garð og þá fara þeir sem það vilja í sitt fínasta púss og hafa það notalegt saman. Matseðlarnir yfir jólin voru ekki af verri endanum eins og sjá má hér neðar, enda ekki við öðru að búast 😉 Við óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári

Meiri upplestur

Þann 22.desember var síðasta upplestrarheimsóknin til okkar á Fellsenda og vorum við þá búin að fá að njóta upplestrar með sveitungum okkar í sjö skipti. Þessar stundir voru vel sóttar og ákaflega ánægjulegar og notalegar. Þeir sem komu til okkar í síðustu skiptin voru Sigríður Jónsdóttir – bókavörður (13.des), Helga Elínborg Guðmundsdóttir – bóndi á Erpsstöðum (20.des) og Jóhanna Sigrún …

Upplestur sveitunga okkar – sjálfboðaliða verkefni

Í lok nóvember, hafði Berghildur Pálmadóttir samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að fá nokkra sveitunga til að lesa upp úr bókum fyrir okkur í desember. Við að sjálfsögðu stukkum á það gullboð og eru allir hæst ánægðir með þetta framtak. Stefnt er að því að upplestur verði þrjá daga í viku út desember. Nú þegar …

Jólakakó og rjómavöfflur

Það er ekki að spyrja að yndislegheitunum í starfsmönnum eldhúsins hjá okkur en það var töfrað fram jólakakó og rjómavöfflur. Engin svikinn þar 😉

Kalli 53 ára

Þann merkisdag, 9.desember átti Kalli okkar 53ja ára afmæli og í tilefni dagsins skrapp hann í stuttan bíltúr með starfsmanni og kom svo heim til að gæða sér á afmælistertunni. Við óskum Kalla innilega til hamingju með daginn sinn.

Jólahlaðborðið

Ár hvert höldum við jólahlaðborð þar sem íbúar og starfsmenn gera sér glaðan dag saman og borða hreinlega yfir sig af ómótstæðilegum kræsingum. Allur matur er vandlega matreiddur úr eldhúsi Fellsenda og má líkja hlaðborðinu okkar við bestu og flottustu jólahlaðborð á markaðnum. Við fengum til okkar góða gesti, Steinku Páls sem spilaði og söng fyrir okkur nokkur vel valin …