Glimmerdagur og Júróvisjón!

Við slógum tvær flugur í einu höggi þar sem við héldum upp á glimmer þemadag og undirbjuggum okkur fyrir júróvisjón! Það var mikil stemning í húsinu fyrir júróvisjón og því margir tilbúnir til að vinna í ýmsum verkefnum því tengdu. Síðan voru aðrir sem héldu áfram að sinna vinnu sinni í að framleiða söluvörur fyrir Iðjuna-vinnustofu.