Jólatré skreytt

Þegar líða fer að jólum er margt sem þarf að huga að og reynum við þá að hjálpast að við að gera eins jóla- og notalegt og við getum.

Einar 57 ára

Í dag, 1. desember, á Fullveldisdaginn sjálfan á Einar okkar afmæli. Hann er 57 ára gamall var að sjálfsögðu haldið upp á það. Hann var ánægður með daginn eins og sést á meðfylgjandi myndum. Óskum við Einari innilega til hamingju með daginn sinn.

Slökun með Elínu Kristinsdóttur

Okkur hlotnaðist sú ánægja að fá hana Elínu Kristinsdóttur til að koma og vera með slökun fyrir íbúana ca. einu sinni í viku, í október/nóvember, og á meðfylgjandi mynd má sjá hvað allir höfðu það notalegt. Mikil ánægja var með þessa tíma og vonumst við til að fá hana aftur til okkar eftir áramótin.

Forskot á aðventuna

Í gær, sunnudaginn 26.nóvember, var heldur betur tekið forskot á aðventuna. Kvenfélagið Fjóla bauð í glæsilegt kaffihlaðborð eins og þeim einum er lagið, Sönghópurinn Hljómbrot flutti nokkur vel valin lög undir stjórn Sigurbjargar Kristínardóttur og var einleikari á þverflautu, Sigrún Sigurðardóttir og einsöngvari, Ólöf Halla Bjarnadóttir. Sr. Snævar Jón Andrjesson las síðan sögu um kertin á aðventukransinum. Við þökkum öllum …

Grænn þemadagur

Í hverjum mánuði eru haldnir þemadagar og var komið að þeim græna núna í nóvember. Eitthvað gleymdist nú að taka myndir og þá sérstaklega af matnum en starfsmenn eldhúsins eru mjög duglegir að taka þátt í þessum þemadögum.

Daníela 62 ára

Daníela Jóna varð 62ja ára 11.nóvember og því var að sjálfsögðu fagnað. Við óskum Daníelu innilega til hamingju með daginn sinn.    

Biskup Íslands heimsótti Fellsenda

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, heimsótti Hjúkrunarheimilið Fellsenda ásamt fríðu föruneyti föstudaginn 10.nóvember síðast liðinn. Þau hittu íbúa og starfsmenn, spjölluðu og gæddu sér á hádegismat áður en haldið var áfram á næsta stað. Fellsendi þakkar þeim kærlega fyrir heimsóknina.

Hrekkjavaka!!

Hjúkrunarheimilið lét ekki hrekkjavökuna fram hjá sér fara og var tekið smá forskot á þessa hrikalegu hátíð! 26.október sl. fóru ýmsar verur og fleira ógnvænlegt á stjá eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Eldhússtarfsfólkið setti fram alveg „skelfilegan“ matseðil í tilefni dagsins og voru viðbrögðin við þessu vægast sagt mjög fróðleg 🙂 🙂 Steinka Páls mætti til okkar í …

12. október’23 (afmæli, bleikur dagur og Steinka Páls)

Þessi dagur var heldur betur gleðilegur því fyrst og fremst átti Þóra afmæli og varð hún 82 ára. Einnig var haldið upp á bleika daginn og var því allt skreytt með bleiku og maturinn eftir því 😉 ekki lauk veislunni þar því Steinka Páls kom, söng og spilaði fyrir okkur og að sjálfsögðu var afmælissöngurinn tekinn. Við óskum Þóru innilega …

Birgir 74 ára

Birgir Örn varð 74 ára, 6.október og bað hann um rjómatertu með kaffinu. Kveikt er á stjörnuljósi fyrir viðkomandi á meðan afmælissöngurinn er sunginn. Við óskum Birgi innilega til hamingju með daginn 🙂