Í ár, líkt og undanfarin ár, sá Kvenfélagið Fjóla um aðventukaffið hér á Fellsenda. Félagar úr Nikkolínu komu og spiluðu fyrir okkur áður en farið var að gæða sér á glæsilegu kaffihlaðborði. Einnig kom sr. Snævar Jón og var með jólahugvekju.
Við þökkum öllum kærlega fyrir, sem sáu um undirbúning og framkvæmd þessa dags og þá sérstaklega kvenfélagskonum fyrir ómetanlegan stuðning við heimilið í gegnum tíðina og verðum þeim ævinlega þakklát fyrir þeirra veljvilja í okkar garð.


















