Það var heldur betur notalegur dagur hjá okkur í dag!
Við byrjuðum á að gefa öllum konum rós í tilefni konudagsins (deginum áður) og horfðum svo á eina bíómynd (sumir horfðu á bíómynd á meðan aðrir fóru í Iðjuna – Vinnustofu).
Margir voru í náttfötunum sínum eða „kósý fötum“ allan daginn og var þetta svolítið afslappað.
Í hádeginu fengu síðan allir aðkeyptar pizzur og gos með (það þarf að sækja pizzurnar á Dalakot í Búðardal, 21 km)…merkilegt nokk….pizzurnar voru ennþá heitar 😉
Eftir hádegið þá horfðum við á aðra bíómynd (sumir horfðu á bíómynd og aðrir fóru í Iðjuna – vinnustofu) og gæddum okkur á snakki í leiðinni.
Takk kærlega allir fyrir þennan extra notalega dag <3