Við héldum upp á bleika daginn í dag (aðeins á eftir áætlun) en tókum hann með trompi! Allt sem hægt var að hafa bleikt var bleikt, meira að segja arinmyndin í sjónvarpinu var bleik og að sjálfsögðu hlustuðum við eingöngu á lög sem skírskotuðu í eitthvað bleikt nú eða bara lög með P!nk 😉
Myndirnar tala sínu máli.








