Það er alltaf nóg að gera hjá okkur og í dag þá færði Daníela öllum konum á heimilinu bleika klúta, sem hún hefur verið að sauma í Iðjunni-vinnustofu. Allar voru þær stórglæsilegar með nýju klútana. Á meðfylgjandi myndum má einnig sjá ýmislegt handverk sem þau eru búin að vera vinna að í tilefni árverknisins – bleikur október!
„Bleika slaufan er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum.“
Síðustu tvær myndirnar sýna svo ljótufatadaginn 😉



























