Í dag var tveimur viðburðum fagnað en það var fyrst og fremst afmælisdegi hennar Daníelu okkar sem var gert hátt undir höfði. Hún bauð öllum upp á skinku, aspas og ananas brauðtertu 😉
Hinsvegar gátum við glaðst yfir því að matreiðslunámskeiðin hófust aftur hjá okkur, með aðeins breyttu sniði, en alveg jafn skemmtileg. Síðan það uppgötvaðist mygla í gamla húsinu á Fellsenda (í apríl sl.) þá varð mikil skerðing á allri vinnu í Iðjunni – vinnustofu en sökum mikillar lausnamiðunar hjá starfsfólki Iðjunnar, þá leystist þetta farsællega og hægt var að bjóða aftur upp á námskeið fyrir íbúana.
Á matreiðslunámskeiðinu í dag elduðu þau kjúkling og grænmeti á FRITEL RACLETTE grilli 😉 algjör snilld og vakti þetta mikla lukku.







