Fjölskylduhátíð Fellsenda ’25

Það var sannkölluð hátíðarstemmning og vor í lofti þegar við héldum okkar árlegu Fjölskylduhátíð. Við gátum ekki fengið betra veður og skapaðist yndisleg stemmning einnig utandyra, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Í ár spilaði og söng barnabarnið hennar Báru Guðjónsdóttur, íbúa, við mikinn fögnuð viðstaddra. Hann, Ketill Ágústson, hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna undanfarin ár og þökkum við honum kærlega fyrir að koma og gleðja okkur öll. En Ketill var ekki sá eini sem tók lagið því hann Guðbjartur Björgvinsson gerði sér lítið fyrir og mundaði harmonikkuna. Það var yndislegt að heyra harmonikkuspilið óma utandyra í blíðunni og var líkt og við værum komin til Parísar og sætum á kaffihúsi (smá svona bíómyndar augnablik;) ) Við þökkum bæði Katli og Guðbjarti innilega fyrir að gera daginn okkar svona yndislegan.

Það var að vanda enginn svikinn af kræsingunum sem starfsmenn eldhúsins okkar báru fram og óhætt að segja að borðin svignuðu undan þeim.

Við viljum þakka öllum sem sáu sér fært að koma og taka þátt á þessum hátíðisdegi okkar.

Einnig þökkum við starfsfólkinu fyrir virkilega vel framkvæmda hátíð.