Áfram héldum við að spila nýju spilin og er sérstaklega eitt spil sem vekur mikla lukku, eins og sést á meðfylgjandi myndum.
Þeir sem vildu ekki vildu spila, teiknuðu/lituðu á flugdreka. Þetta var mikil skemmtun og ennþá meiri skemmtun var að fara út og prófa flugdrekann. Það náðu ekki allir að ljúka við sinn flugdreka í dag og því verður haldið áfram með þá næstu daga og síðan prófaðir 😉