Við tókum að sjálfsögðu þátt í að halda á lofti vitundarvakningu á gulum september þar sem við bjuggum til ýmiskonar skraut og hengdum upp fræðslu. Semíkomma er kennimerki fyrir gulan september en táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Það vísar til framhalds; seiglu og vonar.
Einn íbúinn hafði orð á því að það væri gott að hafa heilræðin og geðorðin 10 uppi á vegg og ætlum við því að leyfa þeim að vera svolítið lengur.