Við gerðum okkur glaðan dag og héldum október fest. Margir klæddu sig upp og aðrir fengu gleraugu til að skreyta sig með. Maturinn var að sjálfsögðu hafður í stíl og var boðið upp á snitsel og tilheyrandi í hádegismat og „pretzel“ eða saltkringlur með kaffinu. Þessi þemadagur vakti mikla lukku hjá okkur.