Stöllurnar Anna Þóra og Daníela Jóna gerðu sér lítið fyrir og saumuðu taupoka til að gefa Héraðsbókasafni Dalasýslu undir bækur þegar þær fara í útlán. Þær skruppu á bókasafnið og hittu þar bókavörðinn hana Sigríði Jónsdóttur, Siggu.
Hún tók glöð á móti okkur og þakkaði þeim kærlega fyrir frábært framtak. Þessir pokar munu koma sér vel.
Anna Þóra og Daníela Jóna afhentu 20 stk og ætla sér að sauma fleiri.
Þær nýttu síðan ferðina í Búðardal og fengu sér að borða í leiðinni. Góð ferð í alla staði.