Síðasta skipulagða sumarferðin í ár

Það var fámennt en góðmennt í síðustu skipulögðu ferðinni okkar þetta sumarið. Tvær dömur skruppu með okkur á Erpsstaði þar sem við gæddum okkur á ís og sáum dýrin á bænum. Það var kalt úti svo við stoppuðum ekki lengi. Við ákváðum að taka stuttan bíltúr í Neðri-Hundadal þar sem við fengum að sjá og klappa viku gömlum hvolpi. Dömurnar voru ánægðar með ferðina, þó stutt hafi verið.

Iðjustarfsmenn þakka öllum sem tóku á móti okkur, kærlega fyrir sem og þeim sem fóru með okkur í þessar ferðir.