Í dag fengum við heldur betur skemmtilega heimsókn en það var hún Berghildur Pálmadóttir sem kom ásamt geitinni sinni Vigdísi (í höfuðið á Vigdísi Finnbogadóttur 😉 ). Berghildur hefur áður komið til okkar og lesið á aðventunni og þökkum við henni kærlega fyrir að hugsa svona vel til okkar. Það er virkilega notalegt að fá þessar heimsóknir og ekki skemmdi fyrir að fá þennan skemmtilega leynigest með henni 😉


