Skreyttum fyrir jólin – þökk sé Slysavarnadeild Dalasýslu

Við eigum heldur betur góða að hér í samfélaginu sem gerðu okkur kleift að skreyta heimilið fyrir jólin. Við töpuðum öllu okkar jólaskrauti fyrir tilstilli myglu og styrkti Slysavarnadeild Dalasýslu okkur um 150.000 kr til kaupa á jólaskrauti fyrir heimilið.

Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var mikil gleði sem ríkti yfir þessu og er heimilið heldur betur orðið jólalegt.

Þökkum við Svd. Dalasýslu kærlega fyrir rausnarlega gjöf til okkar og að hafa glatt íbúana sérstaklega fyrir jólin.