Sögustund, kakó og kósý

Sögustundin, sem er að jafnaði tvisvar sinnum í viku, er í miklu uppáhaldi hjá íbúunum (það eru að jafnaði 14-17 manns sem sitja í hvert skipti) og byrjuðum við nýverið á bókinni Tál eftir Arnald Indriðason. Þrátt fyrir mjög spennandi bók, þá náðu nokkrir að slaka það vel á eftir heita kakóið að þeir sofnuðu, sem er alveg dásamlegt því slökun er líka bráðnausynleg 😉