Við skruppum á sýningu þar sem hlustað er á söguna af landafundum Eiríks rauða og Leifs heppna Eiríkssonar á Grænlandi, Kanada og í Bandaríkjunum. Hver og einn var með heyrnartól og hlustaði á söguna og fór þannig í gegnum alla sýninguna. Það var ótrúlega skemmtilegt að sjá þessa flottu sýningu og gaman að rifja upp söguna sem flestir hafa ýmist lesið eða heyrt af.
Eftir að sýningunni lauk þá fengum við okkur kaffi og kökur og ræddum hvernig okkur fannst sýningin og ýmislegt fleira.