Þvílíkur happafengur!

Nýverið byrjaði kona að nafni Anna Ekielska að vinna hjá okkur á Fellsenda og erum við svo heppin að hún er þverflautuleikari. Nú ómar gullfallegur flautuleikur um allt húsið og inn á milli starfa hennar heldur hún stutta tónleika fyrir okkur öll við mikinn fögnuð og aðdáun.

Kærar þakkir fyrir að leyfa okkur að njóta hæfileika þinna.