Unnið í Iðjunni og spilað Yatzy

Í Iðjunni – vinnustofu héldu Dóri og Ingvar áfram að vinna með HAMA perlur. Við nýtum tímann meðan við getum ekki smíðað að æfa fínhreyfingarnar. Dóri bjó til semíkommu merki (kennimerki fyrir gulan september en táknið er víða notað til að sýna samstöðu með geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum. Það vísar til framhalds; seiglu og vonar). Ingvar hélt áfram að búa til „verkfæri“ úr perlum sem verður ísskápsskraut.

Á næsta borði voru síðan nokkrir að spila Yatzy 😉