Í dag byrjaði nýtt námskeið fyrir íbúana okkar og ber það heitið Vísindanámskeið. Þarna prófa þau allskonar tilraunir og eiga að leysa ýmsar þrautir. Hvert námskeið er 5 skipti og voru 8 skráðir á það fyrsta. Mikill áhugi er á þessu námskeiði svo við reiknum með að halda því áfram.
Ása Fossdal er leiðbeinandi námskeiðsins.
