Miðvikudaginn 1.febrúar, var árlegt þorrablót íbúanna haldið. Við fengum góða gesti til okkar, þau Ólöfu Höllu og sr. Snævar Jón. Ólöf Halla sagði okkur söguna af Sæmundi góða og sr. Snævar söng og spilaði fyrir okkur. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og öllum þeim sem aðstoðuðu okkur við að gera þorrablótið svona flott og skemmtilegt.