Í lok nóvember, hafði Berghildur Pálmadóttir samband við okkur og spurði hvort við hefðum áhuga á að fá nokkra sveitunga til að lesa upp úr bókum fyrir okkur í desember. Við að sjálfsögðu stukkum á það gullboð og eru allir hæst ánægðir með þetta framtak.
Stefnt er að því að upplestur verði þrjá daga í viku út desember.
Nú þegar hafa þrír einstaklingar komið og verið með upplestur fyrir okkur og kom fyrst hún Jóhanna Sigrún Árnadóttir, bóndi á Stóra-Vatnshorni (3.desember). Því næst kom Berghildur Pálmadóttir, bóndi á Dunki (6.desember) og þar á eftir kom Sigurður Jökulsson, bóndi á Vatni (8. og 10.desember).
Allt eru þetta sjálfboðaliðar sem vilja gefa af sér til samfélagsins okkar og eiga notalega stund í aðdraganda jólanna. Við þökkum þeim kærlega fyrir komuna og hlökkum til að fá fleiri skemmtilegar heimsóknir.