Mörgum getur fundist það vera sjálfsagður hlutur að skella sér í passamyndatöku til að fá ný skilríki en það er alls ekki sjálfgefið og sú er raunin með okkar fólk.
Ása Fossdal (starfsmaður) hafði verið að vinna í því að fá undanþágu svo íbúarnir þurfi ekki að mæta til sýslumanns til að fá passamyndirnar og tókst henni það. Þegar umræðan barst að hvar við fengjum ljósmyndara voru hæg heimatökin hjá Bogu Kristínu (starfsmanni) þar sem hún hafði strax samband við systur sína, Silju Rut, sem er ljósmyndari á stofu í Reykjavík sem heitir Ljósmyndir Rutar og Silju. Hún snaraði sér vestur í Dali og tók myndir af okkar fólki.
Við erum Silju Rut ævinlega þakklát fyrir skjót viðbrögð og að setja það ekki fyrir sig að koma til okkar og veita þessa mikilvægu þjónustu.
Í framhaldi af þessu eigum við von á starfsmönnum Arion banka til að útbúa rafræn skilríki fyrir þá sem þess þurfa.