Þann 31.maí sl. var ákveðið að skreppa í dömuferð í Borgarnes þar sem við skruppum á Grillhúsið að borða og síðan lá leiðin á fatamarkað Cosmo þar sem dömurnar keyptu sér allar eitthvað fallegt til að vera í. Mikil gleði og ánægja var með ferðina. {showtime 4}
Laus störf á Fellsenda
Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar. Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt.
Ísbíltúr
Þegar sólin lætur sjá sig og veðrið leikur við okkur, þá skellum við okkur í ísbíltúr og kíkjum á kanínuungana á Erpsstöðum. {showtime 3}
Dekurdagar í iðjunni
Iðjan ákvað að bjóða íbúum og starfsmönnum upp á dekurdaga þar sem íbúarnir voru búnir að vera mjög duglegir að útbúa ýmsa maska, skrúbba, krem og sápur undir handleiðslu Fanneyjar, starfsmanns iðjunnar. Boðið var upp á tvær útgáfur af dekri; andlitsdekur og handadekur. Í andlitsdekrinu var boðið upp á skrúbb, maska, rakakrem, varasalva og hitabakstur á axlir. Í handadekrinu var …
Gjöf frá Lions Seltjarnarnesi
Á sumardaginn fyrsta, 21.apríl 2022, kom Jón Páll Ásgeirsson (fyrir hönd Lionsklúbbsins á Seltjarnarnesi) með hjólastól sem ákveðið var að gefa Hjúkrunarheimilinu Fellsenda til þess að auðvelda íbúum heimilisins að komast á milli bygginga og taka þátt í iðjunni sem þar er. Við þökkum kærlega fyrir þessa rausnarlegu gjöf og mun hún koma vel að notum.
Rausnarleg gjöf
Í byrjun mars barst Iðjunni rausnarleg gjöf frá foreldrum hjúkrunarforstjórans okkar, Helgu Garðarsdóttur. Hvorki meira né minna en 3 bindi af Dalamönnum.
- Page 2 of 2
- 1
- 2