Laus störf á Fellsenda

Hjúkrunarfræðingur sumarafleysingar

Fellsendi hjúkrunarheimili óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar.

Heimilið er staðsett í fallegri sveit Miðdala, um 20 km fyrir sunnan Búðardal. Á Fellsenda er rekið hjúkrunarheimili fyrir 27 íbúa sem glíma við geðsjúkdóma/geðfatlanir af ýmsum toga. Á Fellsenda ríkir góður starfsandi og heimilisbragur enda er starfið þar framsækið og metnaðarfullt.

Nánari upplýsingar um starfið gefur Jóna Guðrún deildarstóri hjúkrunar  í síma 697-3586 eða á jonagudrun@fellsendi.is

 
Menntunar- og hæfniskröfur:
Íslenskt hjúkrunarleyfi
Góðir samskiptahæfileikar
Reynsla af geðhjúkrun kostur