Rausnarleg gjöf

Í byrjun mars barst Iðjunni rausnarleg gjöf frá foreldrum hjúkrunarforstjórans okkar, Helgu Garðarsdóttur. Hvorki meira né minna en 3 bindi af Dalamönnum.

Að beiðni þeirra voru bækurnar boðnar upp til kaups á Facebook síðum og átti ágóðinn að renna í starfssemi Iðjunnar. Voru allmargir sem buðu í þær og endaði boðið í 150.000 kr.

Það var Halldór Þorsteinsson sem átti hæsta boðið.

Við færum þeim öllum hjartans þakkir fyrir stuðninginn og hugulsemina í garð Iðjunnar.