Við héldum upp á hrekkjavöku og það með stæl. Húsið varð alveg hræðilega óhugnanlegt og margir fóru í búning. Talsvert af skrautinu bjuggu íbúarnir til í iðjunni – vinnustofu og voru þau auðvitað mjög stolt.
Gísli 67 ára afmæli
Í dag, 30.október, fagnar Gísli okkar 67 ára afmæli sínu. Hann vildi brauðtertu í tilefni dagsins 🙂 Við óskum Gísla innilega til hamingju með daginn sinn.
Bleikur dagur
Við létum ekki bleika daginn framhjá okkur fara og skelltum heimilinu í bleikan búning 😉
Helgar keilan ;)
Það er orðin fastur liður hjá okkur að spila ýmist keilu eða boccia um helgar. Góð þátttaka og mikil skemmtun.
Boccia aldrei vinsælli!
Það fjölgar alltaf í hópi þeirra sem vilja spila Boccia hjá okkur og var met þátttaka í dag. Teknar voru nokkrar umferðir því enginn vildi hætta 😉
Þóra 83 ára afmæli
Í dag, 12.október, fagnaði Þóra okkar 83ja ára afmæli sínu. Hún bað um brauðtertu í tilefni dagsins og fékk hana auðvitað. Hún var glöð með daginn. Síðar um daginn var farið í keilukeppni við góðar undirtektir.
Október hátíð
Við gerðum okkur glaðan dag og héldum október fest. Margir klæddu sig upp og aðrir fengu gleraugu til að skreyta sig með. Maturinn var að sjálfsögðu hafður í stíl og var boðið upp á snitsel og tilheyrandi í hádegismat og „pretzel“ eða saltkringlur með kaffinu. Þessi þemadagur vakti mikla lukku hjá okkur.
Birgir 75 ára afmæli
Í dag, 6.október á Birgir okkar afmæli og hvorki meira né minna en 75 ára afmæli. Því var fagnað með honum og var hann hinn kátasti með daginn. Ekki skemmdi fyrir að einnig var gripið í Boccia leik. Við óskum Birgi innilega til hamingju með daginn sinn.
Rausnarleg gjöf úr dánarbúi Grétars Pálssonar
Grétar Pálsson var búinn að vera búsettur hjá okkur á Fellsenda síðan nóvember 2006. Hann lést í mars 2023 og arfleiddi Hjúkrunarheimilið Fellsenda af öllum sínum eignum. Í dag, 24.september, fengum við síðan afhenta hjólastólalyftuna sem keypt var fyrir arfinn frá Grétari. Við erum ákaflega þakklát fyrir að hann hafi hugsað svona hlýtt til okkar
Göngutúr í góðu haustveðri
Það er alveg bráðnauðsynlegt að nýta alla góðviðris dagana sem við fáum og skruppu nokkrir í göngutúr. Að sjálfsögðu smellum við mynd af dugnaðarforkunum 😉